Heimskautavísindi í skólastofuna
  • Heim
    • Hafa samband
  • Heimskautin
    • Náttúran
  • Heimskautaleiðangrar
    • Heimskautafarar
    • Vísindamenn
  • Fróðleikskorn
    • Grænlandsjökull
    • Hofsjökull
    • Ísland heimskautaland? >
      • Öskulagakort af Tungnárjökli
    • Loftslagsbreytingar
    • Sólheimajökull
    • Weddel selurinn
    • Yfirborð sjávar
  • Verkefni
  • Vefslóðir
  • Kveikjan

Íslenskir
jöklavísindamenn 



Fyrst  ber að nefna Þórð Þorkelsson Vídalín sem var uppi á árunum 1661-1742. Hann skrifaði jöklarit 1695, það fyrsta sinnar tegundar í sögunni.

Á 18. öld kom Sveinn Pálsson fram á sjónarsviðið eða 1762-1840. Hann lauk við að skrifa yfirlitsrit um íslenska jökla 1795. Handritið lá næstum í heila öld óbirt í Kaupmannahöfn og Kristíaníu (Osló). Sveinn hefði vafalaust hlotið virðingarheitið faðir jöklafræðinnar ef Jöklarit hans hefði birst strax að ritun lokinni.

Þorvaldur Thoroddsen var uppi á árunum 1855-1921. Hann rannsakaði íslenska jökla og lýsti þeim við hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar.


Jón Eyþórsson (1895-1968) hóf að mæla reglulega breytingar á sporðum íslenskra jökla árið 1930 og stóð einnig fyrir mælingum á afkomu Vatnajökuls á 4. áratug 20. aldar í samstarfi við Svía.


Sigurður Þórarinsson 1912-1983 skrifaði margar greinar um íslenska jökla á fyrrihluta 20. aldar og fram eftir ævi.


Sigurjón Rist (1917-1994) mældi margar jökulár um allt land og tók þátt í fjölmörgum jöklaleiðöngrum og mælingum á jöklum.




Picture





Þórður Þorkelsson Vídalín

1661 - 1742

Picture





Sveinn Pálsson

1762 - 1840

Picture





Þorvaldur Thoroddsen 

1855 - 1921

Picture





Jón Eyþórsson

1895 -1968

Picture




Siguður Þórarinsson
1912 - 1983

Picture





Sigurjón Rist

1917 - 1994

Proudly powered by Weebly